Græðgispillingardíki dauðans!

grae_gispillingardiki_dau_ans_1259145.jpg

Ekki er það allra nýjasta uppgötvun að spilling sé til, enda búið að gerast í aldakynslóðir. Og að sjá spillingu grassera hér á Íslandi, er gubbandi viðbjóðsskömm sem spjöld sögunar eiga eftir að minna okkar framtíðarkynslóð hvernig örfá spillt stjórnvöld og auðmenn hegða sér gegn sinni þjóð án þess að eiga einhvern snefil af tilfinningu til landsmanna sem heldur þeim uppi með því að vera þræluð lúsalaunum á meðan þeir sjálfir hirða auðinn í sinn eigin vasa án þess að vilja deila honum. Því hvað þarf að gera til að geta lagfært þann skaða sem spilling hefur blætt margar kynslóðir?

Því ekki hefur dugað að hrópa hástöfum til þeirra eyrnadaufu græðgimanna sem hundsað hefur hróp margra sem eru að lifa lúsalaunum. Og ekki nóg með það, þá eru lagannaverðir ekkert skárri við það að gera ekkert í því að stöðva þann viðbjóð sem græðgiauðveldin gera sinni eigin þjóð. Því eins og við Íslendingar erum búin að upplifa og kynnast undanfarna daga, mánuði og ár, þá hefur ekkert gerst að viti hjá þessum auðmönnum nema mengandi spilling sem deyðir margar kynslóðir. Sem er skömm að sumir landsmenn yfirhöfuð láta þannig viðbjóð ganga yfir sig.

Því þann 11. febrúar 2015 skrifaði Agnar Kristján Þorsteinsson grein í kvennablaðið.is undir titlinum: „Hin íslenska spilling“. Í þeirri grein fer hann gaumgæfilega yfir það sem búið er að gerast undanfarna daga, mánuði og ár, að það sem mengað hefur land okkar er eitt orð sem kallast auðvaldsspilling sem oft er búið að skrifa um, enn örfáir landsmenn ekki viljað almennilega opna augun fyrir. Því hvað þarf að gerast til að landsmenn sem þrælað hefur árum saman fyrir lúsalaunum að gera til að geta opnað augun fyrir þá blæðandi spillingu sem er að gerast á Íslandi?

Jú þjóðin þarf að læra þá erfiðu flóknu kúnst, að kjósa ekki þessi spillingaröfl yfir okkur hverjar kosningar. Síðan þarf að lagfæra þessi mengandi lög sem leifir þessa spillingu að eyðileggja land okkar. Því næst þarf almenningur þjóðarinnar að læra að vinna saman og koma í veg fyrir að spilling eyðileggi ekki Ísland. Og til að það gerist almennilega, þá þarf einingu allra landsmanna til að geta upprætt þann skaða sem spilling veldur hverju sinni. Því á meðan en eru til örfáir einstaklingar sem dýrka auðmenn og óhugsandi kjósa þetta endalausa bull yfir okkur, þá því miður mun ekkert lagast, ekki fyrr en þessir örfáu landsmenn opna augun og segi: „Nú er nóg komið!“.

Þannig vonandi framtíðarkynslóð okkar vegna, gerist eitthvað áður en seint verður. Því ekki er gaman að börn okkar kynslóða þurfi nú að fara að þrælvinna fyrir lúsalaunum eins og er í boði nú á okkar dögum. Þannig til þess að koma í veg fyrir því að kynslóðir barna okkar lendi ekki í þessari mengandi spillingu sem aldaraðir eru búin að rústa margar kynslóðir, þá þarf einhvern tíman að læra að segja: „Stopp hingað og ekki lengra, nú er nóg komið!“. Þannig vonandi lærum við sem eining, að geta stoppað þennan skaða sem þjóð okkar er búin að blæða margar kynslóðir.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband