Skömm okkar nútíma Ísland!

Þegar maður var ungur og hraustur, gat maður gert margt og lifði sæmandi lífi, en nú á dögum lifir maður á þeim tekjum sem maður finnst hundleiðinlegt að kalla sem aumingjabætur sem því miður í skömm kallast örorkubætur. Var það ósk mín eða annarra sem lifa á þessum bótum að vilja lifa á þessum tekjum sem maður lifir nú á dögum?

Hreint og beint „NEI!“.

Enn svona gerist lífið, maður lendir í þeirri stöðu að gerast það sem margir nú á okkar dögum óska ekki eftir að þurfa að lifa við, að gerast öryrki. Af hverju er það skömm að lifa sem öryrki á þessu blessaða Íslandi?

Ef eitt töfra orð væri til, til að svara þessari erfiðri flóknu spurningu sem margir af þeim stjórnvöldum og aðrir valdhafar nútildags vilja ekki eftir forhertri þrjósku skilja og sem aðrar eineltisfordómafullar persónur sem hafa ekki lent í þeirri stöðu að lifa á örorkubótum og sem ekkert vita yfir höfuð hvað er að lifa þesskonar lífi. Þá þyrfti maður að skrifa heila bók um þá slæmu stöðu sem hver og einn öryrki lifir nú á okkar öld, sem og maður býst við að margir myndu ekki hafa áhuga á að lesa, nema þeir sem lifa á þessum bótum.

Enn með tilraun þessara bloggfærslu langar mig í hreinskilnu mannamáli að lýsa ástandinu af hverju öryrkjar lifa nú á okkar nútíma öld á þeim bótum sem margir kalla sem aumingjabætur og finnst það mikil skömm að lifa á.

Áður fyrr (tæp tvítugur, nú á fertugasta og öðru ári) gat maður lifað það sem kallast eðlilegt líf þegar maður byrjaði á örorkubótum, enn síðan (tæp þrettán árum frá þeim tíma er maður byrjaði fyrst á bótum) skall þessi hundleiðinlega kreppa árið 2008, og það fyrsta sem Steingrímur og Jóhanna gerðu þann 1. júlí 2009 var að láta skerða bætur bæði aldraðra og öryrkja, með það spurningamerki af hverju fóru þau inni á Alþingi að skerða bætur þessa tveggja láglaunahópa, sem engin skír svör eru til yfir, nema það að þetta hafi verið kvikindisskapur þeirra að gera það að skerða tekjur láglaunaðra einsog þau væru að refsa þeim fyrir eitthvað sem aldraðir og öryrkjar eiga engan rétt á að lifa eftir. Enn síðan að þetta gerðist, þá hafa aldraðir og öryrkjar gert margar tilraunir til að fá almennar leiðréttingar á þeim tekjulaunum sem stolið var af þeim á þeim tíma er Steingrímur og Jóhanna og þau inni á Alþingi gerðu þann kaldhæðnishlut að skerða bætur þeirra sem minnst áttu og eiga.

Og þegar stjórnvöld loksins þann 25. júní 2013 eftir loforðum byrjuðu að leiðrétta tekju laun öryrkja og aldraðra eftir þær kvikindisskerðingar sem Alþingi okkar þjóðar gerði á þessum lágtekjuhópum þann 1. júlí 2009 sem þá á þeim tíma voru örorkubætur tæp 165.500 kr. eftir skatta án húsaleigubóta og annarra auka bóta, sem og eftir hækkanir 2013 hækkuðu bæturnar tæp 168.500 kr. En nú á þessu árstímabili 2015 (tæp tuttugu og tveim árum er maður byrjaði á bótum) hækkuðu bæturnar tæp 172.500 kr. sem öryrkjar fá eftir skatta án húsaleigubóta og annarra auka bóta sem maður veit að enginn nú á okkar dögum getur lifað á. Þess vegna standa margir í fátæktargildru núverandi stjórnvalda sem leika sér að því að hundsa láglaunahópa dags daglega án þess að bæta almennilega þeirra kjör til að geta lifað mannsæmandi lífi.

Þannig maður spyr, er þetta það sem Ísland er orðið og á að vera? Að stjórnvöld og valdhafar okkar nútíma aldar leika sér í forhertri kaldhæðnisþrjósku á því að brjóta bæði stjórnarskrá og önnur landslög sem segja til að allir séu jafnir fyrir lögum og að allir eiga réttindi á því að geta lifað á mannsæmandi launum, sem og margir nú á okkar dögum gera ekki.

Þannig hver er töfra lausnin á þessum vanda sem stjórnvöld hafa skapað frá hruni 2008, að vilja ekki legfæra betur kjör okkar allra Íslendinga sem lifum á lágtekjulaunum?

Jú það fyrsta sem þarfnast breytinga í þessu handónýta stjórnarkerfi sem virkar orðið ekkert lengur, er að stjórnvöld læri að lifa á þessum tekjum sem allir lágtekjuhópar lifa dags daglega. Og síðan þarf að skerpa betur lögin um það að allir þeir sem fá laun frá ríkinu, sem og allir skattgreiðendur borga í, fái sömu laun og allir þeir sem lifa á þeim launum sem hver og einn þarf að lifa hverju sinni, semsagt að hætta öllu þessu einelti sem lagt er á herðar allra sem teljast jafnir fyrir okkar æðstu lögum sem kallast stjórnarskrá okkar æðstu laga.

Og þar til að stjórnvöld læra þá flóknu og mjög erfiða kúnst að fara eftir okkar æðstu lög sem kallast stjórnarskrá sem segir „Allir eru jafnir fyrir lögum“, þá fyrst munu landsmenn okkar þjóðar sem eru orðin gubbandi þreytt á þeirra gjör eyðileggjandi spillingu sem skapast hefur upp á þessu blessaða landi læra að heiðra þau.

Þannig þangað til að stjórnvöld og aðrir valdahafar læra þá flóknu og mjög erfiða kúnst að fara eftir þá stjórnarskrá sem talar um jafnrétti allra. Þá fyrst munu landsmenn læra að virða stjórnvöld og valdhöfum, sem því miður nú á dögum þjóðin treystir engan veginn. Þannig ef stjórnvöld og valdhafar sem eru að semja við landsmenn um launakjör vilja fá sátt frá öllum landsmönnum, byrjið þá núna að læra þá kúnst að vera heiðarleg við ykkar þjóðfélagsþegna sem borgar ykkur þau laun sem þið leifið ykkur að lifa á, sem því miður eru misjöfnunarlaun sem eiga ekki að eiga sér til staðar í okkar þjóðfélagi, enn vegna græðgi og spillingu er því miður að skemma okkar blessaða land vegna eineltissiðblindu þeirra sem lifa á of háum launum sem er ekki mannsæmandi okkar landi sem hreykir sig á því að lifa jöfnunarríki, sem því miður er bara bull og lygi, því ekki eru „Allir jafnir fyrir lögum“ á meðan gráðugir valdahafar traðka á sína þjóðfélagsþegna sem lifa á láglaunum. Þannig þangað til stjórnvöld og þeir valdahafar sem lifa lúxus launum frá ríkinu sem allir skattgreiðendur borga í læra þá kúnst að eignast tilfinningar til sinnar þjóða og kjósenda, þá ekki fyrr munum við láglaunalandsmenn læra að virða ykkur ef þið lærið að virða okkur.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Væri ekki rétt að byrja á því að launa alþingismenn á örorkubótum fyrstu tvö árin á Alþingi? Væri fróðlegt að fylgjast með hve margir sæktust þá eftir vinnu í samfélagsþjónustunni á Austurvelli í nafni almannaheilla og hugsjónadellu, hvort heldur er hægri eða vinstri.

Góðar stundir, með kveðju að sunan.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2015 kl. 03:19

2 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Já það væri rétt „að byrja á því að launa alþingismenn á örorkubótum fyrstu tvö árin“, en myndi það einhvern tíman  gerast þegar stjórnveldi okkar nútíma aldar líta á sig sem goð okkar þjóðar. Held nú síður, frekar myndu þau líta fram hjá öllu því sem kallast að lifa jafnrétti.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 30.3.2015 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband