Þegar stjórnvöld leggja tekjulitla einstaklinga í einelti!

rich-poor.jpg

Sjálfur þekkir maður þá hræðilegu myrku hlið að vera fórnarlamb eineltis af þeim sem yfir höfuð vita ekki eða vita en vilja ekki vita hvað þeir eru að gera þeim sem verða fórnarlömb eineltis. Enn ekki snýst þessi grein um þá slæmu og hræðilegu myrku hlið sem maður hefur lent í á þeim tíma sem maður var einu sinni fórnarlamb þess eineltis. Heldur snýst hún um það hvernig stjórnvöld okkar tíma koma fram við tekjulitla einstaklinga sem eru undir einelti sinna eigin stjórnvalda sem hugsa ekki um þann skaða sem þeir frá hruni 2008 hafa gert og eru að gera enn í dag.

Því alveg frá hruni 2008 upp að okkar tímum, þá er maður orðinn stjórnvöldum til háborinnar skammar yfir því hvernig ástandið er orðið nú til dags. Því hver man ekki eftir því þegar þau hömruðu að sinni eigin þjóð að samþiggja þá tvo skammarsamninga sem hefði getað skaðað okkur í enn verri stöðu en við lifum nú í dag, með því að kenna allri þjóðinni og jafnvel börnum okkar kynslóða um þann skaða sem örfáir elítagráðugir einstaklingar gerðu sína eigin þjóð, með því að krefjast þess að öll þjóðin og jafnvel okkar börn framtíðakynslóða ætti að taka ábyrgð að borga upp þann skaða sem þessir örfáu elítagráðugir einstaklingar gerðu sinni eigin þjóð, sem og betur fer þá tvívegis neitaði þjóðin þessum skammarsamningum stjórnvöldum til háborinnar skammar yfir því hvernig þau komu illa fram við sína eigin þjóð, sem og en í dag þau kunna ekki að skammast sín yfir að hafa gert sinni þjóð að hafa komist upp með þá skömm sem þau vildu gera þjóðinni á þessum tíma.

Því eins og ástandið er nú á dögum eru stjórnvöld að hundsa sína eigin tekjulitla einstaklinga, með því að huga að svelta lágtekjufólk þjóðarinnar, svo sem öldruðum, öryrkjum og öllum þeim sem lifa á lágtekjum, með því að huga að því að hækka nauðsynja matvörur upp í 12%, með þá brengluðu hugmynd að tekjulitlir einstaklingar nærist á lækkun raftækja, heimilistækja og öðrum búsáhöldum eða öðrum hlutum sem snúast ekki um matvæli.

Og ekki nóg með það þá stendur heilbrigðiskerfi okkar þjóðar undir því slæmu ástandi af þrjóskum eineltis stjórnvöldum sem undir gjörspillingu örfárra elítumafíósum sem kefja niður þann skaða sem heilbrigðiskerfið er undir nú á dögum. Því eins og fréttavefur RÚV greindi, þann 20 Október 2014, undir titlinum „Gjöld sjúklinga hækkar um allt að 64%“, þá nú á dögum eru aldraðir, öryrkjar og allir þeir sem lifa á lágtekjum lagt í það versta einelti að búist er við því að fólk nú á dögum geta ekki leift sér að leita til heilbrigðiskerfisins vegna of hárra sjúkrakostnaðar. Og síðan eru þeir lágtekju einstaklingar sem leifa sér að nota heilbrigðiskerfið og eru settir á lyf vegna þeirra veikinda sem hver og einn einstaklingur á við að stríða, þá standa margir af þessum sjúklingum uppi með það að geta ekki orðið keypt sér þau lyf sem heilbrigðiskerfin stíla sína sjúklinga á vegna of hárra gjalda, sem hefur gert það kleift að margir af þessum lágtekju einstaklingum neyðast til þess að kaupa ekki þau lyf sem þau þurfa á að halda.

Þannig spurningin er, hvað kom fyrir okkar stjórnvöld sem á sínum tíma lærðu að hugsa um fólk þjóðarinnar, að fólk gat á sínum tíma lifað eðlilegu lífi? Því einu sinni áður en allt þetta slæma ástand kom upp 2008, þá gátu láglauna einstaklingar leift sér að lifa eðlilegu lífi, með því að geta keypt matvörur, lyf og allt það sem telst nauðsynlegt, eins og föt, farið í klippingu, farið út að borða o.s.frv. Sem nú á dögum þá geta lágtekju einstaklingar ekki einu sinni lifað eðlilegu lífi vegna of lágra tekna og of hárra nauðsynja. Þannig vonandi geta þessi stjórnvöld á okkar nútímaöld gert eitthvað að viti og hætt þessu eineltisleik gegn sínu láglauna fólki, því ef við láglauna fólk landsins eigum að lifa, þá gefið okkur það líf aftur til baka að við getum lifað eðlilegu lífi. Því að skerða tekjur lágtekju einstaklinga sér til skemmtunar, er þjóðinni til skammar. Þannig sýnið þjóðinni þá virðingu, að lagfæra skaðann sem við erum búin að þola, þ.e.a.s. ef þið stjórnvöld viljið það og kunnið það.

Kær vonar kveðja um betri framtíð,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þessi stjórnvöld eru ekki betri en þau fyrri.Þau standa ekki við það sem þau lofuðu okkur lífeyrisþegum, og hafi þau skömm fyrir. Allt hækkar nema bæturna þær lækka, og ekki er hægt að lifa á þeim. en eins og þú segir þeir nýðast á þeim sem ekki geta varið sig. Það er kallað einelti.En við vitum hvað við gerum þegar að kosningum kemur, það er verst að geta ekki gert neit strax, en kannski finnast ráð. Þeir munu nefnilega ekki gera neitt fyrr en undir næstu kosningar, en þá verður logið aftur að okkur.kk.

Eyjólfur G Svavarsson, 23.10.2014 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband