Panamaskjala Íslandsskömmin 2016!

 felog_ra_herranna_a_finna_i_keyptu_skattagognunum.jpg

Það eru frekar margir þreyttir á þessari gubbandi niðurlægingarskömm sem nýlega kom upp þann 3. Apríl 2016 hér á Íslandi, ekki bara hér á landi, heldur líka erlendis þar sem margir vel gjörspilltir leiðtogar og aðrir frægir auðmenn eru í þeim skattaparadísarskjölum sem lekið hefur upp, sem kallast Panamaskjöl. Og í þeim skjölum er sagt að það sé yfir 600 vel efnaðir Íslendingar sem hafa falið eignir sínar í þeim skattaskjólum sem ekki er hægt að telja upp í skattaframtali þótt ríkisskattstjóri fengi upp allar þær upplýsingar um þær persónur sem hafa falið eignir sínar í þessum skattaparadísareyjum. Sem í ljós hefur komið að þrjú Alþingis stjórnmálamannanöfn eru í þeim skjölum, sem er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Framsóknarflokki (xB), Bjarni Benidiktsson úr Sjálfstæðisflokki (xD) og að lokum Ólöf Nordal (xD).

panama_spilling_2016.jpg

Og alveg síðan að Kastljós fyrst byrjaði að fjalla um þessi leyniskjöl, þá hefur Íslenskur almenningur krafist eftir nýjum kosningum, að allir þeir sem eru í þessum Panamaskjölum sem ríghalda sig inni á Alþingi, semsagt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benidiktsson og Ólöf Nordal segi sig strax upp, eins og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði 5. Apríl 2016 þegar hann sjálfur frétti af því að hans nafn er í þeim lekaskjölum. Þannig hvernig er staðan nú á dögum, jú Sigmundur Davíð sagði sig upp sem Forsætisráðherra í ótímabundið hvíldarfrí með aðra löppina inni á Alþingi, og Bjarni Benidiktsson fjármálráðherra og Ólöf Nordal eru enn við störf, semsagt skatapardísarliðið eru en við völd þótt þúsundir Íslendingar séu búin að segja þeim öllum upp.

motmaeli_a_slandi_2016_1280418.jpg

Því þann 8. apríl 2016 var lagt upp vantraust á ríkisstjórnina, sem og fyrsta atkvæðagreiðsla var feld niður með 25 Já og 38 Nei, og önnur Atkvæðagreiðsla var líka feld niður með 26 Já og 37 Nei, semsagt tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraustar tillögu gegn stjórnarflokkunum var felld niður með meirihluta atkvæða flest allra úr Framsóknarflokki (xB) og Sjálfstæðisflokki (xD), á meðan litluflokkarnir svöruðu Já og þúsundir mótmælanda sem studdu litluflokkana kölluðu hástöfum Já það ber að kjósa strax.

skattaskjolurnar.jpg

Þannig hvernig er staðan? Jú valdamenn okkar þjóðar eru ekki að vinna sína vinnu, heldur ríghalda í spillingunni með því að halda í Panamaskjala skataparadísaliðið inni á Alþingi, án þess að hlusta á ákall sinna kjósenda sem krefjast kosninga strax, sem þýðir, Alþingi okkar þjóðar er vísvitandi að leika sér að hundsa lýðveldið sem blekkjandi kusu þessi skrímsli sem lugu sig til valda gegn öllu lýðveldinu til háborinnar skammar.

dragholt_rikistjorn_koningar_strax_1280420.jpg

Því eitt mega kjósendur vita, að Framsóknarflokkur (xB) og Sjálfstæðisflokkur (xD) munu aftur bjóða sig fram, og þegar það gerist þá munu þau ljúga að sínum kjósendum að þau séu saklaus og þeim er treystandi því þau hafa gert svo mörg góðverk, tildæmis að svelta heilbrigðiskerfið, aldraða, öryrkja og aðra lágtekjuhópa og lengi gæti maður talið upp, sem þýðir, þau munu tala kjósendur til og segja að þau hafi staðið við öll þau loforð sem þau gáfu árið 2013, að minnstakosti þau loforð sem snertir leiðréttingu heimilanna sem dugar meira þeim tekjuhærri en láglaunastéttinni sem situr nú á dögum í ennþá verri stöðu, og síðan munu þau syngja að þau hafi leiðrétt kjör aldraðra, öryrkja og annarra lágtekjuhópa sem sitja enn í dag í fátækt. Já þessir svikaflokkar munu spinna upp allskonar lygar til sinna kjósenda þegar nýjar kosningar verða.

the_shame_of_iceland.jpg

Þannig nú er það komið að Íslendingum að ákveða hvernig þau vilja hafa sitt land. Því eins og staðan er nú á dögum, þá eru Panamaskjala þingmenn en við störf inni á Alþingi sem eru úr flokkum Framsóknarflokks (xB) og Sjálfstæðisflokks (xD), sem finnst það sjálfsagður hlutur að það séu til þingmenn sem geta falið sína skatta sem ríkisskattstjóri hefur engan aðgang að, því allt það sem er falið í skattaparadís er ekki hægt að telja upp í skattaframtali vegna ofurleyndar þessara skattaparadísar sem eru bundin þagnarskildu til að gefa ekki upp hverjir stunda skattasvik, sem þýðir, nýjar kosningar strax!!!

kosningar_strax_nytt_sland_an_spillinga_takk.jpg

Kær baráttu kveðja til vonar eftir betri framtíð,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

 Frábær grein hjá þér, mjög sammála. Verð að fá að deila þessari mynd af skattaskjólunum á Facebook.

Theódór Norðkvist, 12.4.2016 kl. 17:50

2 Smámynd: halkatla

Það er gott að hafa skjólu við höndina þegar maður sér mynd af þessum Bjarnabófa og félögum, og verður flökurt.

halkatla, 13.4.2016 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband