Forsetaframbjóðendur 25. Maí 2016

forsetaframbjo_endur_2016.jpg

Eins og þjóðin veit nú á dögum, þá eru forsetakosningar í gangi og nú fyrir stuttu þann 25. Maí 2016 voru forsetaframbjóðendur í Menntaskólanum á Akureyri að tilkynna sína skoðanir yfir því hverskonar forseti við Íslendingar getum hugsanlega kosið fyrir framtíð Íslands og svara spurningum þeirra nemenda sem forvitnislega vildu vita hvor af þessum frambjóðendum er treystandi til að vera forseti okkar lýðveldis. Þau sem sátu til svara voru fjórir frambjóðendur á meðan hin voru með vídeó viðtal nema einn sem komst ekki í það að tilkynna sig, sem og fylgir þessum framboðum að ekki geta allir kynnt sig þótt þau komi ekki fram í öllum svona fyrirspurnartímum.

En að minnstakosti er það gott að þjóðin fái að kynnast öllum frambjóðendunum, áður en hver og einn kjósandi ákveður hvern forseta hægt er að kjósa. Því þegar forsetaframboðið byrjaði, þá fékk þjóðin að kynnast bara tvo til þrjá frambjóðendur á meðan stórfjölmiðlar sjá ekki af sér að kynna betur þá frambjóðendur sem byrjuðu að kynna sitt framboð. Þannig vonandi framtíðarinnar vegna munu stórfjölmiðlar sjá af sér og kynna alla frambjóðendurna en ekki bara einhverja sérútvalda frambjóðendur eins og forsetaframboðið fyrst byrjaði.

Þannig kæru Íslendingar, kynnumst nú öllum forsetaframbjóðendunum, en ekki bara einhverja sérútvalda sem stórfjölmiðlar hafa átt mjög erfitt með að kynna öllum Íslendingum í jafnræði. Þannig kæru stórfjölmiðlar, kynnið alla forsetaframbjóðendurna jafnt en ekki bara þá vinsælu sem þið viljið sjá inni á Bessastöðum, því við Íslendingar erum ekki að kjósa eftir ykkar heilaþvotta skoðunarkönnunum, heldur eftir skoðunum allra forsettaframbjóðendurna sem segja um sínar skoðanir. Því hvernig forseta vilt þú kjósa, eftir einhverjum bull skoðunarkönnunum sem segir ekkert til um hvort þessir vinsældar forsetaframbjóðendur séu í raun og veru treystandi eða ekki?

Því eitt verðum við Íslendingar að vita, að sá forseti sem við kjósum hverju sinni, mun því miður sitja límd inni á Bessastöðum í tæp 4 ár. Og ef við kjósum einhvern vinsældar forseta eftir einhverjum bull skoðunarkönnunum, þá getum við lent í því að þurfa að krefjast þess aftur að óska eftir nýjum kosningum bara útaf því að við kusum eftir heilaþvotti stórfjölmiðla sem kusu það að tilkynna ekki alla frambjóðendurna jafnt. Þannig vonandi þjóðarinnar vegna fáum við að kynnast öllum frambjóðendunum, því við erum að kjósa um framtíð Íslands, en ekki eftir framtíð einhverja skoðunarkannana sem heilla bara örfáa frambjóðendur og viljandi skilja eftir skoðanir annarra frambjóðenda. Þannig megi Íslenskir kjósendur fá að kynnast öllum frambjóðendurna jafnt, því það kallast réttlátar forsetakosningar.

Kær vonarkveðja til skárri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband